Þar sem allir eru að baka

Ég varð nú bara að koma þessum að, svona þar sem allir eru að baka í tilefni jólanna:

Gamall maður lá á dánarbeði, þegar hann finnur að hann á aðeins fáar mínútur eftir ólifaðar kemur dásamlegur kökuilmur úr eldhúsinu. Kona hans var að baka uppáhaldið hans súkkulaðibitasmákökur. Með einstökum viljastyrk tekst manninum að hífa sig fram úr rúminu, skríða út úr herberginu fram eftir ganginum og inn í eldhús, þegar þangað var komið beitti hann allra síðustu kröftunum í að teygja sig eftir smáköku. Þegar hann er svo gott sem kominn með eina í hendina lemur kona hans á handabakið á honum með sleif og segir: Láttu kyrrt ! ,,Kökunar eru fyrir erfidrykkjuna,,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband