Færsluflokkur: Matur og drykkur

Hvað á að vera í kvöldmatinn?

Ef þið eigið kjúklinbringu í frystinum, þá vantar bara smá beikon, rauðlauk, smurost með kryddblöndu, eina sítrónu og þitt uppáhaldspasta. Beikonið skorið í bita og steikt, kjúklilngurinn skorinn í bita og bætt við, svo lauknum. Sítrónusafi og ostur settur samanvið. Leyft að malla á meðan pastað síður í saltvatni. Öllu síðan skellt saman + einni ausu af pastasoðinu. Borðist með fersku salati að eigin vali og góðu hvítvíni eða Gvendabrunnavatni.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband