Mikið djö... er alltaf kalt niðrá Torgi

Eftir að ég flutti til fjalla hafa veðurminningar mínar úr 101 eitthvað skolast til. Ég man ísilagða tjörnina og Melavöllinn á stjörnubjörtum kvöldum. Ískaupaferðir á heitum og sólríkum sumardögum og svo smáúða í Hallargarðinum á haustin. En svo í bæjarferðinni á laugardaginn var tóku minningarnar að hrannast upp. Þessi ískaldi norðangarri sem bítur svo fast í húðina að eftir standa eldrauð háræðaslit og fólk spyr hvort maður hafi verið á rjúpnaveiðum eða farið í skoðunarferð á Kárahnjúka. Nei, nei aldeilis ekki, fór bara á eitt stykki mótmælafund og Jómfrúna á eftir. Á maður ekki bara að fara að hlakka til að upp rísi TÓNLISTARHÚS sem mun vonandi ásamt fleiru þjóna því hlutverki að vera góður skjólveggur fyrir alla þá sem vilja leggja leið sína á Lækjartorg. Hvort sem erindið er að mótmæla stuttum refsingum vegna nauðgana eða kíkja á klukkuna á staðnum. Allavega hlýtur veðrið að hafa átt sinn þátt í því að illa var mætt á fundinn því málstaðurinn var góður og verður þess að sýna samstöðu í verki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband