Jæja, ekki veit ég hvar er best að byrja því af nógu er að taka í þjóðfélagsmálum hér á Fróni þessa dagana. Útlendingaumræða í algleymingi, aftur og aftur og alltaf eitthvað nýtt, ef það er ekki fjöldinn og atvinnan þá eru það fordómarnir og aðbúnaðurinn og svo Árni Johnsen. Maður er enn að tapa sér yfir kallinum og þó að Spaugstofan grínist með -tæknilegu mistökin- er óhætt að segja að öllu gríni fylgir einhver alvara og alvaran er sú að sá sem stelur frá þjóðinni hefur engan rétt á því að fara á launaskrá hjá þjóðinni aftur. Og að ráðamenn skuli vera að afsaka þetta, þora menn ekki lengur að hafa skoðanir, af hverju viðurkenna þeir ekki bara að það sé skemnmt epli í eplakassanum og því beri að henda. Ég er viss um að Árni greyið þarf ekki að fara á atvinnuleysisbætur hann á örugglega nóg af vinum sem eru æstir í að ráða hann í vinnu og borga honum sanngjörn laun. En nóg um það allt saman ég ætla að halda áfram að halda í þá von að til séu sjálfstæðismenn sem stoppa þetta rugl í tíma.
Bíddu voru menn ekki eitthvað að tala um hvali - hvalveiðar - morð á hvölum. Er umræðan búin? Eru Bretar enn í fílu? Bíddu, Bretar eru að myrða hverja? Held þeir ættu bara að láta okkur í friði þessir and......
Stórir strákar og boltar, alltaf gaman að horfa á sæta stráka elta bolta - það væri líka smart að lækka aðeins launin þeirra og brauðfæða eina þjóð eða svo - ja bara smá pæling.
En var ekki gaman að fá smá snjó? Allt svo hreint og bjart. Væri til að fá hvít jól í ár.
Voru þið búin að heyra þennan: Steini bóndi dó og ekkjan hans hringdi inn svohljóðandi dánartilkynningu í Moggann: -Steini er dauður-, þeim hjá Mogganum þótti þetta nú heldur snubbótt og sögðu að lágmarksorðanotkun í dánartilkynningum væri 6 orð. Ekkjan hugsaði sig um í smá stund, en svo kom það: Steini er dauður, Toyota til sölu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Miðvikudagur, 22. nóvember 2006 (breytt kl. 23:36) | Facebook
Athugasemdir
Ég trúi því ekki að Árni fari á þing..
Bretar eru fíbl og eru farnir að líkjast alltof mikið Bandaríkjamönnum..
Sjáumst vonandi á sunnud
íris (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.