Ótrúlegt að horfa upp á fyrrverandi sjálfstæðismann og núverandi sjálfstæðismann báða af gamla skólanum reyna að sannfæra okkur Reykvíkinga um að þeir beri hag okkar fyrir brjósti og séu að fara að gera góða hluti í okkar þágu. Það sást nú bara á yngri kynslóðinni sem stóð fyrir aftan þá að hún keypti rökin ekki heldur.
Ég veit ekki í hvaða grínhandriti þessir menn eru fastir þó svo þeir hafi málefnalista upp á eina heila síðu í höndunum, aukum þjónustu, lækkum skatta, borgum helst fimm borgarstjórum laun samtímis - það er svo ódýrt.
Ég get ekki betur séð en að valdagræðgin ráði ferðinni svo er líka svo flott að hafa starfsheitið "borgarstjóri" í ferilskránni.
Hvaða vinir fá nú hvað? Hvað á selja hverjum? Hver á græða?
Ég bíð spennt eftir þeim degi sem þessi kynslóð pólitíkusa lætur af störfum og hleypir þeirri næstu að, í þeirri trú að hún hafi kjarkinn sem þarf til að hræra upp í hlutunum, læra af mistökum forfeðranna og breyta og bæta það sem þarf.
Ólafur og Vilhjálmur stýra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Mánudagur, 21. janúar 2008 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.