Færsluflokkur: Kvikmyndir
Í miðri sorg nútímans dreif ég fjölskylduna í bíó svona rétt til að létta andann, það tókst nú líka svona svakalega vel því við fórum á þá bestu grínmynd sem Bretar hafa skilað heimsbyggðinni á síðustu árum: Death at a Funeral. Það voru ekki margir á sýningunni en þvílík stemning, hlátrasköll, vein og rokur.
Tvímælalaust ein mesta grínmynd seinni ára sem full ástæða er til að mæla með
Kvikmyndir | Miðvikudagur, 23. janúar 2008 (breytt kl. 22:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skellti mér í bíó á Stardust og viti menn hún er alveg frábær. Skemmtileg í alla staði og flokka ég hana hiklaust með bestu ævintýramyndum sem gerðar hafa verið. Landslagið og íslenski mosinn spilltu að sjálfsögðu ekki fyrir.
Kvikmyndir | Þriðjudagur, 23. október 2007 (breytt kl. 14:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)