Þvílíkt rugl - á maður að flytja úr Borginni - hvað gerist á næst!

Ótrúlegt að horfa upp á fyrrverandi sjálfstæðismann og núverandi sjálfstæðismann báða af gamla skólanum reyna að sannfæra okkur Reykvíkinga um að þeir beri hag okkar fyrir brjósti og séu að fara að gera góða hluti í okkar þágu. Það sást nú bara á yngri kynslóðinni sem stóð fyrir aftan þá að hún keypti rökin ekki heldur.

Ég veit ekki í hvaða grínhandriti þessir menn eru fastir þó svo þeir hafi málefnalista upp á eina heila síðu í höndunum, aukum þjónustu, lækkum skatta, borgum helst fimm borgarstjórum laun samtímis - það er svo ódýrt.

Ég get ekki betur séð en að valdagræðgin ráði ferðinni svo er líka svo flott að hafa starfsheitið "borgarstjóri" í ferilskránni.

 Hvaða vinir fá nú hvað? Hvað á selja hverjum? Hver á græða?

Ég bíð spennt eftir þeim degi sem þessi kynslóð pólitíkusa lætur af störfum og hleypir þeirri næstu að, í þeirri trú að hún hafi kjarkinn sem þarf til að hræra upp í hlutunum, læra af mistökum forfeðranna og breyta og bæta það sem þarf.


mbl.is Ólafur og Vilhjálmur stýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mæli með þessari

Skellti mér í bíó á Stardust og viti menn hún er alveg frábær. Skemmtileg í alla staði og flokka ég hana hiklaust með bestu ævintýramyndum sem gerðar hafa verið. Landslagið og íslenski mosinn spilltu að sjálfsögðu ekki fyrir.

Hvað á að vera í kvöldmatinn?

Ef þið eigið kjúklinbringu í frystinum, þá vantar bara smá beikon, rauðlauk, smurost með kryddblöndu, eina sítrónu og þitt uppáhaldspasta. Beikonið skorið í bita og steikt, kjúklilngurinn skorinn í bita og bætt við, svo lauknum. Sítrónusafi og ostur settur samanvið. Leyft að malla á meðan pastað síður í saltvatni. Öllu síðan skellt saman + einni ausu af pastasoðinu. Borðist með fersku salati að eigin vali og góðu hvítvíni eða Gvendabrunnavatni.

Verð að hrósa núna

Jæja mín lög voru valin áfram í Eurovisionkeppninni þeirri íslensku, mikil gleði, verð aðeins að hrósa þessum þætti í heild, var svo hryllilega óánægð með þann fyrri, en núna var allavegana enginn falskur.

Til upprifjunar - Save me, með Clout

Ég á svo margar góðar minningar með þessu lagi að ég varð að setja það inn á lagalistann minn til að þið getið rifjað upp líka. Hugsa að það fá baul frá x-dómurunum.

Man ekki eftir að Ellý hafi verið svona fyndin í denn.

Er að horfa á X-factorinn í sjónvarpinu og þvílíkur þáttur, illa leiðinlegt eða hvað. Hef verið að brosa með kynninum og er farin úr kjálkalið. Hún gæti fengið vinnu sem þula á RÚV, þær brosa alltaf á eftir punkti. Palli alltaf samur við sig með föst skot í allar áttir. En Ellý, var hún svona fyndin í gamla daga? Ekki man ég eftir því, tengjana bara fölsku strippi. En í dag er hún bara hin mesta brandarakelling og ótrúlega einlæg í dómum sínum á keppendum. Hvað hún hefur sofið hjá mörgum trommuleikurum og hvort hún er með 50 eða 100 gr. af sílikoni í andlitinu skiptir bara engu máli. Vildi að Einar væri líka grínari en hann er og verður bara Einar, sorry er ekki að fíla kappann.

Svo er það okkar eigin Eurovisionkeppni, framhald á morgun. Ef næsti þáttur verður í stíl við þann fyrri þá er ekki von á góðu. T.d. fylgið við hana Bríeti Sunnu, hvað er í gangi, hún er raddlaus og fölsk og hafði ekkert að gera í Idolinu, nú er það sama í gangi, kosin beint áfram. Reyndar var lagið gott og ég skil ekki hvernig tónelskur lagahöfundur heyrir ekki ósköpin. Lengi getur vont versnað segir einhvers staðar. En ég ætla að halda í vonina - um að við getum sent eitthvað gott til Finnlands.


Þar sem allir eru að baka

Ég varð nú bara að koma þessum að, svona þar sem allir eru að baka í tilefni jólanna:

Gamall maður lá á dánarbeði, þegar hann finnur að hann á aðeins fáar mínútur eftir ólifaðar kemur dásamlegur kökuilmur úr eldhúsinu. Kona hans var að baka uppáhaldið hans súkkulaðibitasmákökur. Með einstökum viljastyrk tekst manninum að hífa sig fram úr rúminu, skríða út úr herberginu fram eftir ganginum og inn í eldhús, þegar þangað var komið beitti hann allra síðustu kröftunum í að teygja sig eftir smáköku. Þegar hann er svo gott sem kominn með eina í hendina lemur kona hans á handabakið á honum með sleif og segir: Láttu kyrrt ! ,,Kökunar eru fyrir erfidrykkjuna,,


Mikið djö... er alltaf kalt niðrá Torgi

Eftir að ég flutti til fjalla hafa veðurminningar mínar úr 101 eitthvað skolast til. Ég man ísilagða tjörnina og Melavöllinn á stjörnubjörtum kvöldum. Ískaupaferðir á heitum og sólríkum sumardögum og svo smáúða í Hallargarðinum á haustin. En svo í bæjarferðinni á laugardaginn var tóku minningarnar að hrannast upp. Þessi ískaldi norðangarri sem bítur svo fast í húðina að eftir standa eldrauð háræðaslit og fólk spyr hvort maður hafi verið á rjúpnaveiðum eða farið í skoðunarferð á Kárahnjúka. Nei, nei aldeilis ekki, fór bara á eitt stykki mótmælafund og Jómfrúna á eftir. Á maður ekki bara að fara að hlakka til að upp rísi TÓNLISTARHÚS sem mun vonandi ásamt fleiru þjóna því hlutverki að vera góður skjólveggur fyrir alla þá sem vilja leggja leið sína á Lækjartorg. Hvort sem erindið er að mótmæla stuttum refsingum vegna nauðgana eða kíkja á klukkuna á staðnum. Allavega hlýtur veðrið að hafa átt sinn þátt í því að illa var mætt á fundinn því málstaðurinn var góður og verður þess að sýna samstöðu í verki.

Úr einu í annað

Jæja, ekki veit ég hvar er best að byrja því af nógu er að taka í þjóðfélagsmálum hér á Fróni þessa dagana. Útlendingaumræða í algleymingi, aftur og aftur og alltaf eitthvað nýtt, ef það er ekki fjöldinn og atvinnan þá eru það fordómarnir og aðbúnaðurinn og svo Árni Johnsen. Maður er enn að tapa sér yfir kallinum og þó að Spaugstofan grínist með -tæknilegu mistökin- er óhætt að segja að öllu gríni fylgir einhver alvara og alvaran er sú að sá sem stelur frá þjóðinni hefur engan rétt á því að fara á launaskrá hjá þjóðinni aftur. Og að ráðamenn skuli vera að afsaka þetta, þora menn ekki lengur að hafa skoðanir, af hverju viðurkenna þeir ekki bara að það sé skemnmt epli í eplakassanum og því beri að henda. Ég er viss um að Árni greyið þarf ekki að fara á atvinnuleysisbætur hann á örugglega nóg af vinum sem eru æstir í að ráða hann í vinnu og borga honum sanngjörn laun. En nóg um það allt saman ég ætla að halda áfram að halda í þá von að til séu sjálfstæðismenn sem stoppa þetta rugl í tíma.

Bíddu voru menn ekki eitthvað að tala um hvali - hvalveiðar - morð á hvölum. Er umræðan búin? Eru Bretar enn í fílu? Bíddu, Bretar eru að myrða hverja? Held þeir ættu bara að láta okkur í friði þessir and......

Stórir strákar og boltar, alltaf gaman að horfa á sæta stráka elta bolta - það væri líka smart að lækka aðeins launin þeirra og brauðfæða eina þjóð eða svo - ja bara smá pæling.

En var ekki gaman að fá smá snjó? Allt svo hreint og bjart. Væri til að fá hvít jól í ár.

Voru þið búin að heyra þennan: Steini bóndi dó og ekkjan hans hringdi inn svohljóðandi dánartilkynningu í Moggann: -Steini er dauður-, þeim hjá Mogganum þótti þetta nú heldur snubbótt og sögðu að lágmarksorðanotkun í dánartilkynningum væri 6 orð. Ekkjan hugsaði sig um í smá stund, en svo kom það: Steini er dauður, Toyota til sölu.


Stendur allt til bóta

Hæ hó allir að kvarta. Ég hef ekki staðið mig nógu vel í blogginu. Maður á bara alltaf að vera að skrifa eða hvað! Ég er alla vega að fá skammir hægri vinstri fyrir að hafa ekki bætt við neinu nýlega. En miðað við aldur og fyrri störf stefni ég á að koma með vikupistla - jafnvel fleiri ef efni stendur til. Þannig að þið verðið bara að bíða. En eins og Inga vinkona segir gjarnan "Þolmæði er dyggð"

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband